Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   lau 03. febrúar 2024 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Faðir Conor Bradley lést í morgun
Mynd: Getty Images
Conor Bradley, nýjasta stjarna Liverpool, fékk þær hörmulegu fréttir í morgun að faðir hans væri látinn. Þetta kemur fram í Belfast Telegraph.

Norður-Írinn hefur verið að slá í gegn með Liverpool síðustu vikur og var hann þá valinn maður leiksins í 4-1 sigri liðsins á Chelsea á Anfield á dögunu,

Bradley er aðeins tvítugur en í síðustu þremur leikjum hefur hann skorað eitt mark og lagt upp fimm.

Belfast Telegraph greinir frá þeim fregnum að faðir leikmannsins hafi dáið snemma í morgun, en dánarorsök kemur ekki fram.

Liverpool heimsækir Arsenal á morgun á Emirates-leikvanginn en ekki er víst hvort Bradley verði með í þeim leik.

„Hugur okkar og bænir eru hjá þér, Conor. Faðir hans fékk að minnsta kosti að sjá hann á stóra sviðinu, skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Hann sá þig upplifa drauminn, Conor,“ sagði stuðningsmannahópurinn Anfield Edition á X í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner