Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. maí 2019 21:31
Brynjar Ingi Erluson
HK bætir við stæðum fyrir Kópavogsslaginn á morgun
Búið er að bæta við sætum eins og sést.
Búið er að bæta við sætum eins og sést.
Mynd: Aðsend
Það má búast við metmætingu í Kórinn á morgun er HK og Breiðablik mætast í Kópavogsslag. Leikurinn hefst 16.

Ellefu ár eru síðan HK og Breiðablik mættust í efstu deild karla en HK féll niður í næst efstu deild árið 2008 eftir tveggja ára veru í deild þeirra bestu.

Mikill spenningur er fyrir leiknum sem fer fram í Kórnum í 2. umferð PepsiMax-deildarinnar á morgun og hefur HK brugðist við áhuga almennings.

Búið er koma fyrir stæðum á hlaupabrautinni í Kórnum og því ljóst að það verður brjálðuð stemning í höllinni.

HK tapaði fyrsta leik sínum í deildinni er liðið mætti FH en Breiðablik lagði Grindavík nokkuð örugglega, 2-0.

Liðin mætast síðan í Mjólkurbikarnum í 32-liða úrslitum á Kópavogsvelli þann 30. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner