Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, er orðaður við stjórastöðu RB Leipzig en Marco Rose var látinn taka pokann sinn hjá þýska liðinu á dögunum.
Samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi hefur Glasner rætt við Leipzig en þýska félagið vildi ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi hefur Glasner rætt við Leipzig en þýska félagið vildi ekki tjá sig um málið.
Marcel Schäfer er yfirmaður fótboltamála hjá Leipzig en hann vann með Glasner þegar sá síðarnefndi var stjóri Wolfsburg.
Schafer réði Glasner til Wolfsburg árið 2019 en Schafer hafði verið búinn að ræða við Rose áður en Glasner var ráðinn.
Athugasemdir