
Argentínski snillingurinn Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu í 2-1 sigrinum á Ástralíu og hjálpaði liði sínu að komast áfram í 8-liða úrslitin í kvöld.
Messi var að spila 1000. leik sinn á ferlinum og fagnaði því með góðu marki en hann var valinn besti leikmaður vallarins eftir leikinn.
Það var í áttunda sinn sem hann er valinn besti maður leiksins af FIFA og hefur enginn unnið verðlaunin oftar en hann.
Messi skoraði þá fyrsta mark sitt í útsláttarkeppni HM og var það níunda mark hans á heimsmeistaramóti.
Messi er nú annar markahæsti maður Argentínu á HM en aðeins Gabriel Omar Batistuta hefur skorað fleiri, eða tíu mörk.
Argentína mætir Hollandi í 8-liða úrslitum mótsins.
Athugasemdir