Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2022 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta mark Messi í útsláttarkeppni HM - Einu frá því að jafna Batistuta
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu í 2-1 sigrinum á Ástralíu og hjálpaði liði sínu að komast áfram í 8-liða úrslitin í kvöld.

Messi var að spila 1000. leik sinn á ferlinum og fagnaði því með góðu marki en hann var valinn besti leikmaður vallarins eftir leikinn.

Það var í áttunda sinn sem hann er valinn besti maður leiksins af FIFA og hefur enginn unnið verðlaunin oftar en hann.

Messi skoraði þá fyrsta mark sitt í útsláttarkeppni HM og var það níunda mark hans á heimsmeistaramóti.

Messi er nú annar markahæsti maður Argentínu á HM en aðeins Gabriel Omar Batistuta hefur skorað fleiri, eða tíu mörk.

Argentína mætir Hollandi í 8-liða úrslitum mótsins.
Athugasemdir
banner
banner