
Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins hefur átt frábært heimsmeistaramót hingað til en hann skoraði þrjú mörk í riðlakeppninni.
Þessi 25 ára gamli leikmaður var einn þeirra sem klikkaði á vítaspyrnu fyrir enska landsliðið í úrslitaleik EM í fyrra og varð fyrir harkalegu aðkasti í kjölfarið. Hann hafði ekki spilað landsleik síðan þá þangað til hann kom inn á sem varamaður gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar í ár.
Harry Maguire samherji Rashford í landsliðinu og United hrósaði honum í hástert.
„Ég er svo ánægður fyrir hönd Rashford. Hann er með svo mikla hæfileika að ég er ekki viss um að hann muni ná toppnum því hann er svo hæfileikaríkur að hann getur orðinn einn sá besti í heiminum og hann þarf að vinna mjög hart að sér til að ná því," sagði Maguire.
„Síðasta árið eða svo hefur ekki bara verið erfitt fyrir Rashford heldur allt Manchester United liðið. Hann er að spila með miklu meira frjálsræði núna, spilar með stórt bros og við tölum um að hann komist aftur í sitt besta form."