Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fös 04. febrúar 2022 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Andrea Rán komin til Club America (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Hauksdóttir Snæfeld er gengin til liðs við mexíkóska félagið Club America eftir misheppnaða dvöl hjá Houston Dash í bandaríska boltanum.

Andrea Rán lék fyrir Breiðablik og Le Havre áður en hún gekk í raðir Houston.

Hún er 26 ára gömul og spilar sem miðjumaður. Andrea á 12 landsleiki að baki fyrir Ísland og verður áhugavert að fylgjast með gengi hennar í Mexíkó.

Það var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, sem greindi fyrstur frá fregnunum þegar hann missti út úr sér að Andrea Rán væri á leið til Mexíkó í atvinnumennsku í viðtali sem birtist fyrr í dag.


Steini Halldórs: Bandaríkin er náttúrulega bara besta þjóð í heimi
Athugasemdir
banner
banner