Andrea Rán Hauksdóttir Snæfeld er gengin til liðs við mexíkóska félagið Club America eftir misheppnaða dvöl hjá Houston Dash í bandaríska boltanum.
Andrea Rán lék fyrir Breiðablik og Le Havre áður en hún gekk í raðir Houston.
Hún er 26 ára gömul og spilar sem miðjumaður. Andrea á 12 landsleiki að baki fyrir Ísland og verður áhugavert að fylgjast með gengi hennar í Mexíkó.
Það var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, sem greindi fyrstur frá fregnunum þegar hann missti út úr sér að Andrea Rán væri á leið til Mexíkó í atvinnumennsku í viðtali sem birtist fyrr í dag.
Ni el hielo ni el fuego detienen a un Águila 🦅🇮🇸
— Club América Femenil (@AmericaFemenil) February 4, 2022
¡Bienvenida @andrearsh96! #AndreaEsÁguila 🔸 #EstoEsAmérica pic.twitter.com/PgLcDn8P6y
Athugasemdir