Atalanta 0 - 1 Bologna
0-1 Santiago Castro ('80 )
0-1 Santiago Castro ('80 )
Bologna, sem hefur aðeins einu sinni unnið ítalska bikarinn, er komið áfram í undanúrslit, en liðið bar sigurorð af Atalanta, 1-0, í Bergamó í kvöld.
Gestirnir frá Bologna höfðu ekki tapað leik á árinu og voru ekki að fara byrja á því í kvöld.
Atalanta fór betur af stað og átti nokkur góð færi áður en Bologna komst betur inn í leikinn. Jens Odgaard átti skot sem fór rétt framhjá og þá átti Isak Hien fantagott færi hinum megin á vellinum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrir. Raoul Bellanova og Mario Pasalic komu sér báðir í góð færi en Lukasz Skorupski varði vel í bæði skiptin.
Skorupski hélt áfram að verja eins og berserkur og þökkuðu liðsfélagarnir honum fyrir með að ná í sigurmark tíu mínútum fyrir leikslok er Santiago Castro stangaði aukaspyrnu Charalampos Lykogiannis.
Það dugði Bologna til að komast áfram í undanúrslit og á liðið nú möguleika á að komast í úrslit í fyrsta sinn í 51 ár.
Athugasemdir