Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joao heldur áfram í Njarðvík
Lengjudeildin
Joao Ananias.
Joao Ananias.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joao Ananias hefur skrifað undir nýjan árssamning við Njarðvík og mun spila með liðinu tímabilið 2025.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Njarðvíkingum.

„Er þetta mikið gleðiefni þar sem João hefur spilað frábærlega með liðinu síðustu tvö tímabil og auk þess verið frábær félagsmaður," segir í tilkynningunni.

„Við hlökkum til að sjá João aftur í grænu treyjunni!"

Joao gekk í raðir Njarðvíkur fyrir tímabilið 2023. Hann er reynslumikill miðjumaður sem hafði spilað yfir 100 leiki í næst efstu deild í Brasilíu áður en hann kom hingað til lands. Þá hafði hann einnig leikið í Lettlandi og í Albaníu.

Njarðvík hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner