Arsenal heimsækir PSV Eindhoven í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Rory Smith, blaðamaður hjá The Athletic, telur að Arsenal geti farið alla leið og unnið keppnina.
Rory Smith, blaðamaður hjá The Athletic, telur að Arsenal geti farið alla leið og unnið keppnina.
„Með fullri virðingu fyrir PSV þá ætti Arsenal að vinna þá þrátt fyrir meiðslin. PSV er gott lið sem spilar flottan sóknarleik og er með hæfileikaríka leikmenn en það verður erfitt fyrir þá að skora gegn öflugri vörn Arsenal," segir Smith.
„Ef Bukayo Saka og Gabriel Martinelli koma til baka í 8-liða úrslitin þá ætti það að vera lyftistöng. Það verður erfið viðureign í 8-liða úrslitum gegn öðru af Madrídarliðinu. Svo þegar undanúrslitin verða þá eru möguleikar Arsenal í úrvalsdeildinni væntanlega horfnir."
„Þeir geta lagt allt í Meistaradeildina. Þeir líta út fyrir að vera lið sem gæti unnið keppnina."
Athugasemdir