Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Arnar Gunnlaugs á pöllunum og KA banar
Alli Jói og Aron Baldvin.
Alli Jói og Aron Baldvin.
Mynd: Fótbolti.net
Hákon Arnar og Lille mæta Dortmund.
Hákon Arnar og Lille mæta Dortmund.
Mynd: EPA
Bellingham er í banni í kvöld.
Bellingham er í banni í kvöld.
Mynd: EPA
Perisic er fyrrum leikmaður Tottenham og mætir Arsenal í kvöld.
Perisic er fyrrum leikmaður Tottenham og mætir Arsenal í kvöld.
Mynd: EPA
Hvar á Hákon að spila?
Hvar á Hákon að spila?
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kylie Kylie.
Kylie Kylie.
Mynd: EPA
Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni með fjórum leikjum. Dagskráin hefst í Belgíu klukkan 17:45 og seinni þrír leikirnir hefjast klukkan 20:00. Við Íslendingar eigum einn fulltrúa en Hákon Arnar Haraldsson verður væntanlega í eldlínunni með Lille gegn Dortmund.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson

Club Brugge 1 - 2 Aston Villa
Villa byrja sterkt og komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Tielemans og Watkins skora fyrir Villa. Brugge skora í seinni og halda þessu einvígi lifandi.

Dortmund 2 - 2 Lille
Skemmtilegasti leikur kvöldsins. Guirassy heldur uppteknum hætti í meistaradeildinni og skorar bæði fyrir Dortmund. Hákon heldur áfram að minna á sig og á þátt í báðum mörkum Lille.

PSV Eindhoven 0 - 0 Arsenal
Arteta tekur enga sénsa og fer alsæll með þessi úrslit heim til London. Mæli eindregið gegn því að horfa á þennan leik!

Real Madrid 1 - 1 Atletico Madrid
Alvarez skorar fyrir Atletico, Pep sennilega heldur áfram að klóra á sér hausinn yfir því að hafa losað hann.
Jude-lausir Real menn ná að hanga á jafnteflinu. Rodrygo skorar.

Aron Baldvin Þórðarson

Club Brugge 0 - 2 Aston Villa
Geirdalsfjölskyldan átti rosalegan janúar glugga og gerðu spennandi lið enn meira spennandi. Watkins og Asensio með mörkin.

Real Madrid 1 - 1 Atletico Madrid
Atletico Madrid fer í 5-4-1 Evrópukerfið hjá okkur Víkingum og ná í sterk úrslit. Griezmann kemur Atletico yfir úr víti en Mbappe jafnar úr alvöru einstaklingsframtaki.

PSV 0 - 2 Arsenal
Við Víkingar horfum mikið upp til Arsenal hvernig þeir spila bæði sóknar- og varnarlega. Ég verð því að gefa þeim 2-0 sigur þarna og verða þeir með hæsta ball possesion-ið í umferðinni.

Borussia Dortmund 3 - 2 Lille
Þetta verður svakalegur leikur. Þjálfarinn hjá Lille gerði vel að hvíla Hákon Haralds fyrir þennan leik og hann mun bæði skora og fiska víti. Mr. Gunnlaugsson verður að sjálfsögðu eitursvalur á pöllunum til þess að sjá fyrir sér hvort að hann eigi að nota Hákon í hálfsvæðinu eða pivotinum með landsliðinu.

Fótbolti.net - Aksentije Milisic

Club Brugge 1 - 1 Aston Villa
KA banarnir hafa verið mjög sterkir á heimavelli í Meistaradeildinni í vetur og unnu á m.a. Villa í deildarkeppninni. Villa er þrátt fyrir það líklegra liðið til að komast áfram og verður Emery sáttur með jafnteflið í Belgíu. Emi Martinez tekur nokkrar stórar vörslur í leiknum.

Dortmund 2 - 1 Lille
Erfiður leikur að spá í. Dortmund hefur lítið getað í þýsku deildinni í vetur en virðist vera rétta aðeins úr kútnum. Meistaradeildin er hins vegar vera þeirra deild og þeir klára þennan leik naumlega með hjálp sinna stuðningsmanna. Einvígið verður samt galopið og góður séns á því að Hákon Arnar og félagar komist í 8 liða úrslitin.

PSV 1 - 0 Arsenal
Hollendingarnir sjá séns í því að margir leikmenn eru meiddir hjá Arsenal og liðið gefið eftir að undanförnu. Ivan Perisic skaut létt á Arsenal á blaðamannafundinum fyrir leik og svei mér þá ef það verður ekki bara hann sem leggur upp eina mark leiksins með sínum baneitraða vinstri fæti.

Real Madrid 2 - 1 Atletico Madrid
Nammi nammi hugsaði ég og eflaust margir aðrir þegar ljóst var að þessi lið myndu mætast.
Real kemst í tveggja marka forystu þar sem Kylie Kylie setur eitt ef ekki tvö mörk. Atletico er ólseigt lið og það nær að lauma inn einu marki seint í leiknum eftir fast leikatriði og blása þannig lífi í einvígið fyrir síðari leikinn.

Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 0
Aron Baldvin - 0
Fótbolti.net - 0
Athugasemdir
banner
banner