Guðjón Þórðarson er tekinn við Víkingi Ó. í Lengjudeild karla en hann gerir samning út næstu leiktíð. Félagið greinir frá þessu í tilkynningu á Facebook.
Guðjón stýrði Víkingum á síðasta tímabili og hafnaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar áður en hann hætti með liðið.
Hann hafði mikinn áhuga á að halda áfram með liðið en náði þó ekki samkomulagi við félagið og því var ákveðið að leita annað.
Árangur liðsins á þessu tímabili hefur vægast sagt verið slakur og ákvað Gunnar Einarsson að hætta með liðið á föstudag.
Guðjón er nú mættur aftur í brúna og gerir samning út næsta tímabil.
Hans fyrsta verkefni verður gegn Gróttu annað kvöld en Víkingur er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 1 stig eftir níu umferðir.
Guðjón á ansi magnaðan þjálfaraferil að baki en hann hefur stýrt liðum á borð við Stoke City, Crewe Alexandra, Shrewsbury Town, Barnsley, Notts County, Start, KR, ÍA og íslenska landsliðinu.
Athugasemdir