Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mið 05. janúar 2022 11:36
Elvar Geir Magnússon
Arnar flýtir sér hægt í leit að aðstoðarmanni
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson og Arnar Þór Viðarsson.
Davíð Snorri Jónasson og Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfarar U19 og U21 landsliða Íslands, verða Arnari Viðarssyni, A-landsliðsþjálfara, til aðstoðar í janúarverkefninu.

Ísland er að fara að spila vináttuleiki gegn Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi en í morgun var tilkynntur hópur fyrir leikina.

Arnar leitar að aðstoðarmanni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum seint á liðnu ári.

„Vonandi náum við að klára ráðningu aðstoðarþjálfara sem fyrst, en það er líka mikilvægt að flýta sér hægt og vanda til verks," segir Arnar.

„Í janúarverkefninu verða þeir Davíð Snorri (Jónasson, þjálfari U21 karla) og Ólafur Ingi (Skúlason, þjálfari U19 karla) mér til aðstoðar, ásamt auðvitað Halldóri (Björnssyni) markmannsþjálfara."

Í mars eru alþjóðlegir leikdagar og þar mun Ísland leika vináttuleiki gegn Finnlandi og Spáni en báðir leikirnir verða á Spáni. Í júní fer svo ný Þjóðadeild á dagskrá og Ísland verður á faraldsfæti.
Athugasemdir
banner