Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta lýsti drauma framherjanum: Ekki auðvelt að finna hann
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal var vonsvikinn þegar félaginu tókst ekki að kaupa inn nýjan framherja í janúarglugganum.

Arsenal er að glíma við meiðslavandræði í sóknarlínunni og var Arteta spurður hvernig drauma framherjinn myndi líta út.

Arsenal reyndi að kaupa Ollie Watkins í janúar og var félagið einnig orðað við leikmenn á borð við Dusan Vlahovic, Benjamin Sesko og Alexander Isak.

„Nían sem við erum að leitast eftir þarf aðallega að geta skorað mörk en hún þarf líka að getað búið þau til. Þetta er leikmaður sem þarf að passa við leikstílinn okkar og spila vel gegn lágum varnarlínum þar sem margir leikmenn eru að verjast innan eigin vítateigs," segir Arteta.

„Persónuleikinn er líka stór plús og að þetta sé leikmaður sem er ekki með slæma meiðslasögu. Ennþá betra væri ef þetta er leikmaður sem hefur getuna til að galdra mörk upp úr þurru. Ef þetta er svo líka leikmaður sem leggur mikið á sig til að berjast fyrir liðsfélagana þá verðum við að kaupa hann.

„Við vitum hvernig níu við viljum en það er ekki auðvelt að finna hana."

Athugasemdir
banner
banner
banner