Nottingham Forest hafnaði stóru tilboði frá Chelsea í brasilíska miðvörðinn Murillo á síðasta mánuði en þetta kemur fram í Telegraph:
Chelsea ætlaði að styrkja varnarlínuna í glugganum vegna meiðsla Wesley Fofana og vildi það sækja Murillo, sem hefur átt frábært tímabil í vörn Forest.
Samkvæmt Telegraph lagði Chelsea fram stórt tilboð í Murillo en Forest hafnaði því. Ef Forest hefði samþykkt tilboðið hefði það verið metsala hjá félaginu.
Eftir að tilboðinu var hafnað ákvað Chelsea að kalla Trevoh Chalobah til baka úr láni frá Crystal Palace og skrifaði þá Murillo undir nýjan samning við Forest.
Murillo, sem er 22 ára gamall, hefur spilað lykilhlutverk í frábærum árangri Forest á tímabilinu, en liðið er í 3. sæti með 47 stig og á góðum stað í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir