Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   fös 05. ágúst 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Þór á Akureyri leitar að yfirþjálfara yngri flokka
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
þróttafélagið Þór á Akureyri leitar að yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu.

Deildin leitar að metnaðarfullum þjálfara til að leiða yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu unglingastarfi og utanumhaldi knattspyrnudeildar í samráði við unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs.

Hann er leiðandi við mótun stefnu deildarinnar til framtíðar og skipulag hvers tímabils fyrir sig. Þar að auki hefur hann yfirumsjón með afreks- og tækniþjálfun. Einnig kemur til greina að viðkomandi sjái um almenna þjálfun flokks. Yfirþjálfari leggur fram tillögur fyrir unglingaráð um ráðningu annarra þjálfara.

Auk þess leitar unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs leitar að metnaðarfullum þjálfurum til viðbótar við hæfan hóp þjálfara yngri flokka félagsins fyrir tímabilið 2016-17. Starfið felst í almennri þjálfun og kennslu auk þátttöku í keppnum.

Hæfniskröfur:
Við leitum að einstaklingum sem hafa menntun og reynslu á sviði knattspyrnu auk metnaðar og getu til að byggja upp og bæta bæði hópinn og einstaklinga innan hans.

Félagið og æfingaaðstaða:
Iðkendafjöldi yngri flokka Þórs er um 400 í 2. til 8. flokk. Þjálfarar félagsins eru um 20 yfir veturinn en fleiri yfir sumartímann. Æfingaðstaða og umgjörð félagsins er með því besta sem gerist á landinu. Yfir vetrartímann eru æfingar í knattspyrnuhúsinu Boganum við Hamar og á gervigrasvellinum við Dalsbraut en á sumrin er æft á félagssvæði Þórs við Hamar og í Boganum. Allir þjálfarar og aðstoðaþjálfarar vinna náið með yfirþjálfara sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokkana.

Í umsókn skal taka fram reynslu við þjálfun, menntun og annað sem viðkomandi vill taka fram til að sýna fram á þekkingu hans og hæfni. Einnig má taka fram hvaða flokka eða aldur viðkomandi hefur áhuga á að þjálfa.

Umsóknir skulu sendast fyrir 15. ágúst 2016 á netfangið [email protected]. Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurnir á sama netfang. Þór hvetur bæði karla og konur á öllum aldri til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Sveinsson, unglingaráði knd. Þórs, [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner