Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Kean með tvennu í sigri á Inter - Albert veikur
Mynd: EPA
Fiorentina 3 - 0 Inter
1-0 Luca Ranieri ('60 )
2-0 Moise Kean ('68 )
3-0 Moise Kean ('89 )

Fiorentina og Inter áttust við í ítölsku deildinni í kvöld en um frestaðan leik var að ræða. Leikurinn fór upphaflega fram 1. desember en hann var flautaður af eftir 16 mínútur þegar Edoardo Bove, leikmaður Fiorentina, hneig niður.

Leikurinn í kvöld hófst á 16. mínútu. Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í kvöld vegna veikinda.

Luca Ranieri skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu eftir klukkutíma leik þegar hann átti viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu. Moise Kean bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hann skallaði boltann í netið.

Kean bætti síðan við sínu öðru marki og þriðja marki Fiorentina undir lokin þegar hann komst inn í slæma sendingu til baka. Yan Sommer, markvörður Inter, var kominn langt út úr markinu og Kean renndi boltanum framhjá honum af löngu færi.

Inter mistókst að jafna topplið Napoli að stigum en Fiorentina stökk upp úr 6. sæti í það fjórða en liðið er með jafn mörg stig og Lazio sem er í sætinu fyrir neðan.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 23 17 3 3 38 16 +22 54
2 Inter 23 15 6 2 56 22 +34 51
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Fiorentina 23 12 6 5 40 23 +17 42
5 Lazio 23 13 3 7 40 31 +9 42
6 Juventus 23 9 13 1 39 20 +19 40
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 22 9 8 5 33 24 +9 35
9 Roma 23 8 7 8 34 29 +5 31
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 21 32 -11 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 23 5 7 11 27 38 -11 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 23 5 6 12 24 38 -14 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner