Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár efnilegar gera sína fyrstu samninga við Fjölni
Mynd: Fjölnir
Þrjár efnilegar fótboltastelpur voru að semja við Fjölni á dögunum, fæddar árin 2007 til 2009.

Kristjana Rut Davíðsdóttir er sú yngsta, fædd 2009, og gerir hún tveggja ára samning við uppeldisfélagið.

Kristjana hefur verið einn af burðarstólpum 2. og 3. flokks kvenna síðustu misseri og á nú þegar tvo deildarleiki að baki með meistaraflokki.

Auður Erla Jónasdóttir er fædd 2008 og hefur vakið athygli með frammistöðu sinni með 2. flokki. Þannig hefur hún unnið sér inn sinn fyrsta samning með meistaraflokki, en ekki er tekið fram hversu lengi hann gildir. Auður Erla er sóknarsinnaður leikmaður.

Að lokum er Agnes Lív Pétursdóttir Blöndal búin að gera samning við Fjölni, en hún er fædd 2007.

Agnes Lív á tvo deildarleiki að baki fyrir meistaraflokk og bindur Fjölnir miklar vonir við þennan sóknarleikmann.

Fjölnir endaði í 6. sæti 2. deildar kvenna í fyrra, með 20 stig eftir 12 umferðir. Markmið félagsins er að berjast um að komast upp í Lengjudeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner