Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mið 06. desember 2017 12:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða ÍA 
Bjarki Steinn til ÍA (Staðfest)
Mynd: Raggi Óla
Hinn ungi og efnilegi Bjarki Steinn Bjarkason hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍA og gildir samningurinn út leiktíðina 2019.

Bjarki er 17 ára kantmaður sem leikur hefur fyrir U17 og U18 landslið Íslands en hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum fyrir Aftureldingu á liðnu tímabili í 2. deildinni.

„Knattspyrnufélag ÍA fagnar komu Bjarka á Skagann og telur að hann sé efnilegur drengur og eigi eftir að vera í lykilhlutverki hjá ÍA næstu ár," segir á heimasíðu ÍA.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, fagnar því að fá Bjarka.

„Það er mjög jákvætt að fá Bjarka Stein loksins til félagsins. Bjarki Steinn er ungur og efnilegur leikmaður og sem styrkir okkur mikið. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það er það sem við leitum af í leikmönnum hér á Skaganum, svo hann á bara eftir að vaxa og dafna og gera frábæra hluti í framtíðinni. Hann á framtíðina fyrir sér," segir Jóhannes Karl.

ÍA endaði í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili og leikur því í Inkasso-deildinni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner