Besta deildin byrjar að rúlla eftir helgi og í dag klárast niðurtalningin fyrir mótið. Valsmönnum er spáð öðru sæti deildarinnar eftir mikið vonbrigðartímabil í fyrra.
Nýtt upphaf er hjá liðinu undir stjórn Arnars Grétarssonar og Sigurðar Heiðars Höskuldssonar.
Benedikt Bóas Hinriksson og Jóhann Alfreð Kristinsson mættu á skrifstofu Fótbolta.net á föstudeginum langa og fóru yfir margt og mikið sem tengist Val. Þeir eru bjartsýnir fyrir komandi tímabili og hafa mikla trú á liðinu.
Þá var hringt í Sigurð Egil Lárusson, leikmann liðsins, í seinni hluta hlaðvarpsins. Hann er að fara að spila nýja stöðu í sumar og er spenntur fyrir því.
Nýtt upphaf er hjá liðinu undir stjórn Arnars Grétarssonar og Sigurðar Heiðars Höskuldssonar.
Benedikt Bóas Hinriksson og Jóhann Alfreð Kristinsson mættu á skrifstofu Fótbolta.net á föstudeginum langa og fóru yfir margt og mikið sem tengist Val. Þeir eru bjartsýnir fyrir komandi tímabili og hafa mikla trú á liðinu.
Þá var hringt í Sigurð Egil Lárusson, leikmann liðsins, í seinni hluta hlaðvarpsins. Hann er að fara að spila nýja stöðu í sumar og er spenntur fyrir því.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst sem og í öllum hlaðvarpsveitum.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Valur
Hin hliðin - Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
Lenti í miklu mótlæti og hugsaði um að hætta - „Niðurbrotinn lítill strákur"
Athugasemdir