Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 13:16
Elvar Geir Magnússon
London
Hátt í hundrað fréttamenn á Wembley í kvöld
Icelandair
Wembley leikvangurinn.
Wembley leikvangurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vináttulandsleikur Englands og Íslands á Wembley í kvöld verður síðasti leikur enska liðsins áður en það heldur á Evrópumótið í Þýskalandi.

Allur áhugi fjölmiðlamanna hér snýst að enska liðinu og vali Gareth Southgate á lokahópnum sem opinberað var í gær. Lítið sem ekkert er talað um íslenska liðið í enskum fjölmiðlum.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Hér fyrir utan Wembley er stemningin að stigmagnast fyrir leikinn sem verður ákveðið kveðjupartí fyrir enska liðið áður en haldið verður á EM. Eins og venjulega eru Englendingar fullir bjartsýni og trúa því heilshugar að landslið þeirra muni standa uppi með Evrópumeistarabikarinn eftir mótið.

Alls verða 93 fréttamenn á leiknum í kvöld, 57 ljósmyndarar, sex sjónvarpsstöðvar með lýsingu og tvær útvarpsstöðvar.

Þá má geta þess að það verður VAR á leiknum, marklínutækni og einnig halfsjálfvirka rangstöðutæknin sem tekin verður upp í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner