Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 08. júní 2018 19:29
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður Selfoss yfirgaf völlinn sjálfur eftir að liðið lenti 2-0 undir
Toni Espinosa.
Toni Espinosa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Hauka og Selfoss í Inkasso-deildinni en Haukar eru 4-0 yfir og Selfyssingar í frjálsu falli.

Mjög áhugavert atvik gerðist eftir að Haukar komust í 2-0 á 37. mínútu en Toni Espinosa, spænskur leikmaður Selfyssinga, ákvað sjálfur að yfirgefa völlinn.

Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net, er á staðnum og segir að Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, hafi látið Espinosa heyra það í kjölfarið og vikið honum af bekknum.

Svavar Berg Jóhannsson kom inn fyrir Toni Espinosa.

„Þess má geta að skiptingin sem Selfoss gerði á 38. mínútu var allt annað en eðlileg. Toni Espinosa gekk af velli án þess að Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga tæki eftir því og settist á bekkinn. Gunnar reiddist í kjölfarið og setti þá Svavar Berg Jóhannson inn á. Gunnar verður spurður nánar út í þetta í viðtali eftir leik," skrifar Helgi Fannar Sigurðsson sem stýrir textalýsingu frá leiknum.


Athugasemdir
banner
banner