Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 00:09
Brynjar Ingi Erluson
Sárt að tapa gegn Íslandi - „Við lærum af þessu“
Icelandair
Declan Rice í leiknum
Declan Rice í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Declan Rice, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir 1-0 tapið gegn Ísland særa hann að innan, en að hann og liðsfélagar hans getið lært mikið frá þessum leik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Báðar þjóðir fengu færin til að skora handfylli af mörkum en það var bara eitt á töflunni þegar flautað var til leiksloka.

Það gerði Jón Dagur Þorsteinsson á 12. mínútu eftir að hafa fengið nægan tíma til að leggja boltann á hægri fótinn og setja hann í netið.

„Mjög svekkjandi. Það er ekki upplagt að halda svona mikið í boltann og fá svona mörg dauðafæri en tapa samt 1-0 á heimavelli rétt fyrir EM. Ég ætla samt líka að taka það jákvæða úr leiknum. Það var margt jákvætt við frammistöðuna og mér fannst við spila á góðum hraða, alltaf að reyna spila fram á við, vera sóknarsinnaðri og ógna, en síðan varð þetta að frústrerandi leik. Maður er að eltast við eigið skott og gætir lent í vandræðum í skyndisókn. Þar verðum við að taka betri ákvarðanir.“

„Það er ekki tilvalið að við töpuðum þessum leik en það er margt sem við getum lært og síðan byggt ofan á það sem lið. Þegar maður spilar gegn liðum sem sitja svona aftarlega snýst þetta um að vera aðeins einbeittari andlega.“

„Mér fannst við stundum svolitið sýnilegir í pressunni okkar, svolítið teygðir og ekki þéttir eins og við erum vanalega. En þetta eru góðir hlutir sem við getum horft til baka og lært af. Ég er að ræða þetta núna, en mig verkjar að innan.“

„Frá þessum degi og fram að næsta leik verðum við að leggja meiri vinnu í þetta. Ég er klár fyrir Evrópumótið og við viljum allir gera þetta rétt,“
sagði Rice.
Athugasemdir
banner
banner
banner