Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 08. júlí 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Einar Karl vilja fara frá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur lítið fengið að spila á tímabilinu. Einar er 28 ára miðjumaður sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Val fyrir síðasta tímabil og er samningsbundinn út næsta tímabil.

Hann lék einungis tæplega korter í síðasta leik þegar Jóhann Árni Gunnarsson tók út leikbann og Sindri Þór Ingimarsson var fjarri góðu gamni.

Þrisvar sinnum í sumar hefur Einar verið ónotaður varamaður og ekki byrjað leik síðan í 4. umferð. Mínúturnar eru alls 317 í sjö spiluðum leikjum í Bestu deildinni. Á síðasta tímabili byrjaði hann sautján leiki í deildinni.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sagði Hjörvar Haflðiðason frá því að Einar vildi fara frá Stjörnunni.

Einar Karl hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari á sínum ferli og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann er uppalinn hjá FH en hefur einnig leikið með Fjölni, Grindavík og Val á sínum ferli ásamt svo Stjörnunni.
Athugasemdir
banner