Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   sun 08. ágúst 2021 18:24
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið ÍA og HK: Ísak Snær inn - Óbreytt hjá HK
Ísak Snær Þorvaldsson snýr aftur eftir leikbann.
Ísak Snær Þorvaldsson snýr aftur eftir leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Helgi Mikael Jónasson flautar til leiks á Norðurálsvellinum á Akranesi klukkan 19:15 þegar ÍA tekur á móti HK í sannkölluðum fallbaráttuslag Í 16.umferð Pepsí Max-deildar karla.

ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig og þarf liðið nauðsynlega á þremur stigum að halda hér í kvöld til að halda líflínu. HK situr fyrir leikinn í 11.sæti deildarinnar með 13.stig.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!!!

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir tvær breytingar á liði sínu frá tapinu í Garðabæ í síðustu umferð. Ísak Snær Þorvaldsson snýr til baka eftir að hafa verið í leikbanni. Hákon Ingi Jónsson kemur einnig inn í liðið. Brynjar Snær Pálsson fær sér sæti á varamannabekk ÍA og Ólafur Valur Valdimarsson er ekki í leikmannahópi ÍA í kvöld.

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK heldur liði sínu óbreyttu frá sigrinum í Kaplakrika í síðustu umferð. Guðmundur Þór Júlíusson og Jón Arnar Barðdal eru komnir aftur í leikmannahóp HK en þeir voru báðir utan hóps gegn FH.

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson
44. Alex Davey

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson
30. Stefan Alexander Ljubicic

Beinar textalýsingar:
17:00 Víkingur - KA
17:00 Leiknir - Valur
19:15 KR - FH
19:15 Keflavík - Fylkir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner