Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Enskar bullur þurfa að skila vegabréfum til yfirvalda fyrir HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

England fer á HM í Katar í vetur og hafa Englendingar ákveðið að skerða ferðafrelsi fótboltabullna til að koma í veg fyrir mögulegar óspektir í Katar.


Það eru yfir 1300 Englendingar sem eru bannaðir á leikvöngum landsins og þurfa þeir að skila inn vegabréfum sínum til lögreglu fyrir lokamótið í Katar.

Bullurnar eru yfirleitt bannaðar frá leikvöngum fyrir ýmist ofbeldisfulla eða fordómafulla hegðun.

Bullur sem skila ekki inn vegabréfunum sínum og reyna að ferðast til Katar mega búast við sex mánaða fangelsisvist og himinhárri sekt.

Bullur sem vilja fara á aðra áfangastaði heldur en til Katar yfir HM tímabilið þurfa að fá leyfi frá yfirvöldum.


Athugasemdir
banner
banner
banner