Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Evra um Ten Hag: Traust brostið milli hans og leikmanna félagsins
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, heldur því fram að traust milli Erik ten Hag og leikmanna hans hafi beðið hnekki eftir 6-3 tapið gegn nágrönnum þeirra í Manchester City síðustu helgi.

United fékk skell gegn Man City eftir að hafa unnið síðustu fjóra leiki þar á undan.

Liðið var á góðri siglingu og virtist hafa fundið taktinn en svo fékk liðið sex mörk á sig.

Erik ten Hag var ósáttur við úrslitin og gagnrýndi ýmislegt í leik sinna manna en Evra telur að þetta hafi haft áhrif á traust Ten Hag og leikmanna hans.

„United kom mér í svo mikið uppnám gegn Man City og það komu slæmar minningar í kjölfarið. Er liðið nógu sterkt til að sýna skjót viðbrögð og koma til baka? Ég held að traust á milli leikmanna og stjóra hafi horfið að einhverju leyti eftir nágrannaslaginn. Sumir leikmenn verða viðkvæmir þegar stjórinn skýtur á þá eftir leik því leikmenn vilja helst kenna öðrum um," sagði Evra fyrir leik United gegn Everton í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner