Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   sun 09. október 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Hægt að nálgast miða á leik Íslands gegn Portúgal með tölvupósti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

A-landslið kvenna mætir Portúgal á þriðjudaginn í gríðarlega mikilvægum umspilsleik um laust sæti á HM á næsta ári.


Ísland rétt missti af sæti beint á HM þegar Stelpurnar okkar töpuðu naumlega fyrir Hollendingum í uppbótartíma. Þess í stað fer Ísland í umspil um sæti og gat mætt annað hvort Portúgal eða Sviss þar.

Portúgal lagði Sviss að velli á dögunum og vann sér þannig inn þátttökurétt fyrir umspilsleikinn gegn Íslandi.

Af vef KSÍ:
Leikurinn fer fram á Estádio Capital do Móvel í Pacos de Ferreira og hefst hann kl. 18:00 að staðartíma. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á leikinn er bent á að senda tölvupóst til [email protected] með upplýsingum um nöfn, símanúmer og fjölda miða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner