Þórir Jóhann Helgason fékk að spila síðustu 20 mínútur leiksins í 2-1 tapi nýliða Lecce gegn Roma í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.
Chris Smalling tók forystuna snemma leiks með skalla eftir fallega fyrirgjöf frá Lorenzo Pellegrini og misstu gestirnir svo danska U21 landsliðsmanninn Morten Hjulmand af velli með beint rautt spjald.
Hjulmand fór í 50/50 tæklingu með takkana alltof hátt uppi og var rekinn útaf eftir endurskoðun í VAR. Þremur mínútum eftir rauða spjaldið tókst Lecce að jafna með marki frá Gabriel Strefezza eftir hornspyrnu. Samuel Umtiti vann boltann í vítateignum.
Tíu gestir þraukuðu ekki sérlega lengi því Paulo Dybala tók forystuna á ný með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Hann virtist meiðast aftan í læri í vítaspyrnunni og þurfti að fara af velli strax eftir hana. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru en HM er framundan með sterku landsliði Argentínu.
Tíu leikmenn Lecce fengu færi til að jafna en tókst ekki að skora. Rómverjar voru þó áfram líklegri aðilinn en inn rataði boltinn ekki og urðu lokatölur 2-1.
Þórir Jóhann fær 6 í einkunn hjá Gazzetta fyrir sinn þátt eftir innkomuna.
Roma er í fimmta sæti eftir sigurinn með 19 stig eftir 9 umferðir. Lecce með 7 stig.
Roma 2 - 1 Lecce
1-0 Chris Smalling ('6)
1-1 Gabriel Strefezza ('33)
2-1 Paulo Dybala ('48, víti)
Rautt spjald: Morten Hjulmand, Lecce ('30)
Fyrr í kvöld heimsótti Napoli nýliða Cremonese og tók forystuna með vítaspyrnu frá Matteo Politano. Staðan var 0-1 í leikhlé en Cyril Dessers jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og var Giovanni Simeone skipt inn í kjölfarið.
Simeone kom Napoli yfir tæpum tuttugu mínútum eftir innkomuna sína en heimamenn í Cremonese sýndu mikla mótspyrnu allt þar til á lokakaflanum.
Heimamenn leituðu eftir jöfnunarmarki í uppbótartíma en þá galopnaðist vörnin og refsuðu Hirving Lozano og Mathias Olivera með sitthvoru markinu. Lokatölur 1-4 og áttundi sigur Napoli í röð í öllum keppnum staðreynd.
Napoli trónir á toppi deildarinnar með 23 stig eftir 9 leiki. Cremonese er aðeins með þrjú stig og deilir botnsætinu með Sampdoria.
Cremonese 1 - 4 Napoli
0-1 Matteo Politano ('26, víti)
1-1 Cyril Dessers ('47)
1-2 Giovanni Simeone ('76)
1-3 Hirving Lozano ('93)
1-4 Mathias Olivera ('95)

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Inter | 29 | 19 | 7 | 3 | 65 | 27 | +38 | 64 |
2 | Napoli | 29 | 18 | 7 | 4 | 45 | 23 | +22 | 61 |
3 | Atalanta | 29 | 17 | 7 | 5 | 63 | 28 | +35 | 58 |
4 | Bologna | 29 | 14 | 11 | 4 | 49 | 34 | +15 | 53 |
5 | Juventus | 29 | 13 | 13 | 3 | 45 | 28 | +17 | 52 |
6 | Lazio | 29 | 15 | 6 | 8 | 50 | 41 | +9 | 51 |
7 | Roma | 29 | 14 | 7 | 8 | 44 | 30 | +14 | 49 |
8 | Fiorentina | 29 | 14 | 6 | 9 | 46 | 30 | +16 | 48 |
9 | Milan | 29 | 13 | 8 | 8 | 44 | 33 | +11 | 47 |
10 | Udinese | 29 | 11 | 7 | 11 | 35 | 39 | -4 | 40 |
11 | Torino | 29 | 9 | 11 | 9 | 34 | 34 | 0 | 38 |
12 | Genoa | 29 | 8 | 11 | 10 | 28 | 37 | -9 | 35 |
13 | Como | 29 | 7 | 8 | 14 | 35 | 46 | -11 | 29 |
14 | Verona | 29 | 9 | 2 | 18 | 29 | 58 | -29 | 29 |
15 | Cagliari | 29 | 6 | 8 | 15 | 28 | 44 | -16 | 26 |
16 | Parma | 29 | 5 | 10 | 14 | 35 | 49 | -14 | 25 |
17 | Lecce | 29 | 6 | 7 | 16 | 21 | 48 | -27 | 25 |
18 | Empoli | 29 | 4 | 10 | 15 | 23 | 46 | -23 | 22 |
19 | Venezia | 29 | 3 | 11 | 15 | 23 | 42 | -19 | 20 |
20 | Monza | 29 | 2 | 9 | 18 | 24 | 49 | -25 | 15 |