Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold, leikmenn Liverpool, litu ekkert sérstaklega vel út í öðru marki Arsenal á Emirates, en liðið komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiksins.
Arsenal keyrði fram í hraða skyndisókn. Gabriel Martinelli fékk boltann vinstra megin við teiginn en hann náði að plata Henderson og Alexander-Arnold áður en hann kom boltanum fyrir á Saka sem kláraði af stuttu færi.
Varnarleikur Alexander-Arnold hefur verið mikið til umræðu á þessu tímabili og má aftur setja spurningamerki við varnarleikinn í öðru marki Arsenal.
„Ég hef enga hugmynd um hvað Alexander-Arnold er að gera þarna," sagði Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports í lýsingu á leiknum.
Sjáðu annað mark Arsenal hér
Athugasemdir