Arsenal er að vinna Liverpool, 1-0, á Emirates-leikvanginum þökk sé marki frá Gabriel Martinelli, en gestirnir vildu fá vítaspyrnu tæpum fimmtán mínútum síðar.
Diogo Jota var með boltann í teig Arsenal er hann reyndi að koma boltanum fyrir markið.
Gabriel, varnarmaður Arsenal, fékk boltann í höndina á sér og kölluðu leikmenn Liverpool eftir vítaspyrnu en ekkert dæmt.
Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.
Sjáðu atvikið hér
Það tók þá 10 sek að ákveða að hér væri alls ekki um hendi að ræða. Þetta er ekki alveg í lagi. https://t.co/2nzKYUW9ut
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) October 9, 2022
Athugasemdir