Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fim 11. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Natasha Anasi (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Celine Rumpf
Celine Rumpf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha er að upplagi varnarmaður sem einnig getur spilað sem miðjumaður. Hún er fædd í Texas en er kominn með íslenskan ríkisborgararétt og á að baki tvo landsleiki. Hún lék með háskólaliðinu Duke Blue Devils áður en hún gekk í raðir ÍBV fyrir sumarið 2014.

Hjá ÍBV var hún í þrjú tímabil áður en hún skipti yfir í Keflavík þar sem hún hefur verið síðan. Í fyrra var hún í liði ársins þegar Keflavík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar og skoraði hún fjórtán mörk í sautján leikjum. Í dag sýnir Natasha á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Natasha Anasi

Gælunafn: Tash

Aldur: 29

Hjúskaparstaða: Gift

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Á Íslandi var það í júlí 2014 með ÍBV á móti Breiðabliki.

Uppáhalds drykkur: Appelsín

Uppáhalds matsölustaður: Grillmarkaðurinn

Hvernig bíl áttu: Jeep Cherokee , alvöru amerískur dreki !

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 90 day fiancée, ekki dæma.

Uppáhalds tónlistarmaður: Cardi B

Uppáhalds hlaðvarp: Endalínan , því annars verður maðurinn minn brjálaður :D

Fyndnasti Íslendingurinn: Harper Eyja Rúnarsdóttir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Nóa Kropp og Kökudeig. Gamli ísinn er major key

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Man, Luka Doncic is bad man" Maðurinn minn horfir aðeins of mikið á körfubolta.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Tindastóli.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Samantha Mewis

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Carla Overbeck , what a legend !

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane, af því hún er mjög góð og það var alltaf erfitt að dekka hana á æfingum. #SaknaHennar

Sætasti sigurinn: National Championship leikurinn með Dallas Texans í U16. Sigurmark með skalla á lokamínútunni , eitthvað sem maður gleymir aldrei.

Mestu vonbrigðin: Að ná ekki að halda okkur uppi í Pepsi 2019.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Áslaug Munda

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Amelía Rún Fjeldsted

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Er ekki bara eitt svar við þessu? Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Rio Ferdinand !!!

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Marín Rún

Uppáhalds staður á Íslandi: Eldvatnið hans Pabba Princess! Gerist ekki betra

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila útileik og dóttir mín var á leiknum labbandi um svæðið. Svo er svona dautt moment, markspyrna og allt í einu er Harper Eyja mætt nánast inn á völlinn og öskrar eins hátt og hún gat „MAMMA MÁ ÉG KOMA INNÍ KLEFA EFTIR LEIK?" Ég og flestir aðrir leikmenn inn á vellinum skellihlógum enda ekki annað hægt.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Já, fer alltaf í hægri skóinn fyrst!

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, horfi mikið á körfubolta en fylgist annars mikið með íþróttum heilt yfir.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom GT

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Eðlisfræði, var alveg hræðileg í því!

Vandræðalegasta augnablik: Nánast allur seinni hálfleikurinn á móti Selfossi með ÍBV í síðasta leik fyrir Þjóðhátíð 2016. Eftir frábæran fyrri hálfleik gerði ég mistök sem gaf mark og fékk svo dæmt á mig víti. Sem betur fer náðum við í stigin 3 en ætli hugurinn hafi ekki verið kominn aðeins of mikið í Herjólfsdalinn.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kristrún Ýr því hún er sjúklega klár, Ástrós því hún er mjög “street smart” og Celine því hún er alltaf til í að hjálpa

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með gráðu í Stjórnmálafræði frá Duke University og er núna að taka Master í Alþjóðasamskiptum í Háskóla Íslands.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sigurrós, æðisleg stelpa sem ég hélt að væri algjör t**** þegar ég spilaði á móti henni lol!

Hverju laugstu síðast: Fór í Smáralindina síðasta laugardag og sagði við manninn minn að ég hefði bara skoðað en ekki keypt nein föt á mig … úbs

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp…….

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Hugsa ég myndi spyrja Dennis Rodman hvað gerðist í ALVÖRUNNI þegar hann fékk sér pásu frá Chicago Bulls ???
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner