Viðar Ari Jónsson gekk í raðir FH fyrr í þessum mánuði og samdi þannig að hann geti samið við félag erlendis ef spennandi tilboð kemur þaðan, FH muni ekki standa í vegi fyrir honum. Viðar kom frá ungverska félaginu Honved þar sem hlutirnir gengu ekki nægilega vel.
Fyrir það átti hann frábært tímabil með Sandefjord í Noregi og er félagið sagt hafa mikinn áhuga á því að fá hann aftur í sínar raðir. Orri Rafn Sigurðarson vakti athygli á því á Twitter í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru fleiri félög erlendis sem horfa á Viðar sem vænlegan kost.
Fyrir það átti hann frábært tímabil með Sandefjord í Noregi og er félagið sagt hafa mikinn áhuga á því að fá hann aftur í sínar raðir. Orri Rafn Sigurðarson vakti athygli á því á Twitter í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru fleiri félög erlendis sem horfa á Viðar sem vænlegan kost.
Lestu um leikinn: FH 1 - 3 Víkingur R.
Viðar ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Víkingi á þriðjudaginn. Hann ræddi um heimkomuna.
„Þetta er mjög löng saga og það sem ég er ánægðastur með er að vera kominn í FH og farinn að spila fótbolta aftur," sagði Viðar sem einnig var orðaður við Fram áður en hann samdi við FH.
„Ungverjaland var 100% ævintýri, ég er kominn heim núna, það er bara eitt skref í einu og við sjáum hvað gerist í næstu skrefum. Ég horfi klárlega út fyrir landsteinana, vil endilega spila sem mest hér (hjá FH) og standa mig sem best. Ef það kemur áhugi að utan þá að sjálfsögðu skoða ég það. Við sjáum bara hvað gerist."
„Klárlega, við viljum reyna vinna sem flesta sigra. Auðvitað horfir maður út fyrir landsteinana og stefnan er sett þangað. En eitt skref í einu," sagði Viðar.
Viðtal við Viðar Ara haustið 2021 - Þá átti hann frábært tímabil með Sandefjord
Vonast til að halda Viðari út tímabilið
„Þetta var fyrsti leikurinn hans í langan tíma, hann á eftir að komat betur inn í þetta hjá okkur. Ég held að menn hafi séð það í dag að hann er flottur fótboltamaður og gefur okkur ákveðna vídd í leiknum okkar."
„Ég veit það ekki, það er best að ræða samningsmálin við yfirmann fótboltamála. En ég vona að sjálfsögðu að við fáum að vera með hann út tímabilið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Hefur ekki tíma í það
FH hefur fengið þrjá leikmenn í glugganum. Viðar, Grétar Snæ Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen. Rætt var um liðsstyrkinn í Innkastinu.
„Ég held að þessi liðsstyrkur eigi eftir að gera eitthvað fyrir þá, leik eftir leik hlýtur Viðar að vera sá sem verður bestur af þeim. Ég er ekki að búast við neinu af Grétari. Ég held að Viðar nái að spila 90 mínútur (í hverjum leik) það sem eftir lifir móts, Arnór er tæpari að ná 90," sagði Tómas.
„Arnór er með „upside", en hefur ekki sýnt það í smá tíma finnst manni," sagði Valur. „Góður maður sagði við mig að það tæki svona 5-8 leiki að koma að utan og venjast deildinni. En Viðar hefur ekki tíma í það, verður að komast inn í hlutina bara núna."
FH er í baráttunni um að enda í efri hlutanum þegar deildin verður tvískipt eftir fjórir umferðir.
Sandefjord are very interested in signing Viðar Ari Jónsson.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 10, 2023
It is likely that he will end up playing in ???????? again.
He recently signed a short deal with FH in ???????? but he can terminate that contract and go for free if he receives an offer from abroad. #eliteserien https://t.co/k1Hr9eaUDk pic.twitter.com/E7QEua6pI9
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir