Nú stendur yfir fundur KSÍ með forráðamönnum í Pepsi Max- og Lengjudeildinni. Á þessum fundi kom fram að íslenski boltinn mun fara aftur af stað án áhorfenda.*
Enn hefur ekki komið staðfesting frá heilbrigðisyfirvöldum á því að hefja megi leik að nýju en vonast er eftir því að hún komi í dag.
Stefnt er að því að íslenski boltinn fari aftur af stað á föstudag.
Enn hefur ekki komið staðfesting frá heilbrigðisyfirvöldum á því að hefja megi leik að nýju en vonast er eftir því að hún komi í dag.
Stefnt er að því að íslenski boltinn fari aftur af stað á föstudag.
Á fundinum kom fram að vonast sé eftir því að áhorfendur verði leyfðir aftur sem fyrst en að knattspyrnuhreyfingin þurfi áður að sýna sóttvarnaryfirvöldum að henni sé treystandi fyrir því að fara eftir ströngum reglum.
Hvert félag þarf að skipa sérstakan sóttvarnarfulltrúa sem sér um að reglum sé fylgt.
Stefnt er að því að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild karla á föstudagskvöld; KR - FH og Stjarnan - Grótta. Báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
*Hvort félag má reyndar hafa tíu áhorfendur á hverjum leik en þar gæti verið um að ræða stjórnarmenn, leikmenn utan hóps eða aðra aðila sem félög telja að þurfi að sjá umræddan leik.
Athugasemdir