Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 13. júlí 2022 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
„Ég er búinn að ákveða vítaskyttu"
Icelandair
Ísland fagnar marki sínu gegn Belgíu.
Ísland fagnar marki sínu gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hver mun fá það verkefni að taka vítaspyrnu ef Ísland fær víti í leiknum gegn Ítalíu á morgun.

Í fyrsta leik liðsins gegn Belgíu, þá fékk Ísland víti og Berglind Björg Þorvaldsdóttir á punktinn.

Eyjakonan, sem skoraði eina mark Íslands í leiknum, klikkaði á vítapunktinum.

Aðspurður að því hvort hann væri búinn að ákveða vítaskyttu fyrir morgundaginn, þá sagði Steini:

„Ég er búinn að ákveða vítaskyttu en ég er ekki búinn að segja henni það."

Það verður þá breyting? „Ég er búinn að ákveða vítaskyttu," sagði Steini þá og vildi ekki gefa neitt upp, líklega þar sem hann er ekki búinn að segja leikmanninum sjálfum frá þessari ákvörðun sinni.

Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner