Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mið 13. júlí 2022 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
„Ég held að Sara viti ekkert um ítalska boltann"
Vonandi skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld
Icelandair
Steini hlær á æfingu landsliðsins í Crewe í dag.
Steini hlær á æfingu landsliðsins í Crewe í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir því ítalska í riðlakeppni EM á morgun. Um er að ræða leik í 2. umferð riðilsins, Ísland er með eitt stig eftir fyrstu umferðina en Ítalía er án stiga.

Í íslenska hópnum er einn leikmaður sem spilaði í efstu deild á Ítalíu á síðasta tímabili, það er Guðný Árnadóttir sem spilar með AC Milan. Þá gekk landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í raðir ítölsku meistaranna í Juventus á dögunum. Einn annar íslenskur leikmaður er í ítölsku deildinni, það er Anna Björk Kristjánsdóttir sem er á mála hjá Inter.

Á blaðamannafundi í dag var landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson spurður hvort hann hefði fengið einhverja punkta frá sínum leikmönnum um leikmenn ítalska liðsins.

„Ég held að Sara viti ekkert um ítalska boltann," sagði Steini léttur. Sara er auðvitað bara nýgengin í raðir Juventus, samdi við félagið í lok síðasta mánaðar.

„Við settum það í hendurnar á Ólafi Inga [Skúlasyni] að leikgreina ítalska liðið. Við höfum fengið smá punkta, Guðný hefur spilað með markmanninum og svona. Auðvitað spjöllum við eitthvað aðeins við þær, aðallega við Guðný. Við nýttum Ólaf Inga í að skoða liðið, ég skoðaði líka sjálfur fullt af leikjum liðsins. Svo reynum við að upplýsa leikmenn um þá hluti sem við viljum gera, sýna þeim hluti sem hægt er að gera á móti þeim og ætlum að gera á móti þeim. Vonandi gengur það bara vel og það verður skemmtilegur blaðamannafundur annað kvöld," sagði Steini.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Sá leikur fer, eins og leikurinn gegn Belgíu, fram á Akademíu leikvanginum í Manchester.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner