Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 13. júlí 2022 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Fimmti markvörðurinn á leiðinni inn?
Icelandair
Telma á æfingunni í morgun.
Telma á æfingunni í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir meiddist á æfingu landsliðsins í Crewe í dag.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi.

Hann vissi ekki hversu alvarleg meiðslin væru, það væri ekki búið að meta það.

Aðspurður hvort það væri búið að tala við einhvern annan markvörð um að vera tilbúin að koma inn í hópinn, þá sagði Þorsteinn:

„Við vorum ekki búin að setja markvörð á 'stand-by' áður en þetta kom upp. Nú er ég bara búinn að vera í rútu að þvælast hingað. Ég veit ekki hver staðan er á þessu. Þetta er allt að gerast núna og verður ákveðið í kvöld eða rétt á eftir," sagði Steini.

Nú þegar er búið að kalla upp fjórða markvörðinn inn í hópinn því Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á dögunum. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kom inn í hópinn fyrir hana. Ef Telma er alvarlega meidd, þá þarf að kalla upp fimmta markvörðinn í markvarðarsveitina.

Það verður að teljast líklegt að fimmti markvörðurinn sé Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner