Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. júlí 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Ísland mátti ekki æfa á keppnisvellinum
Icelandair
Frá æfingu í Crewe í dag.
Frá æfingu í Crewe í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfði ekki á Akademíuleikvanginum í Manchester í dag, og tók liðið þess í stað æfingu á æfingasvæðinu í Crewe þar sem stelpurnar okkar eru með aðsetur á meðan Evrópumótinu stendur.

Fyrir fyrsta leik æfði liðið á Akademíuvellinum - þar sem spilað er - en það eru til staðar reglur sem bönnuðu liðinu að æfa þar í dag.

Hvert lið má bara æfa á keppnisvellinum einu sinni og það er sama þó Ísland spili tvo leiki á þessum ágæta velli - þá er það af einhverri ástæðu bannað. Ísland æfði á vellinum fyrir fyrsta leik sinn gegn Belgíu og þekkir liðið okkar aðstæður vel.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í það hvort hann hefði viljað æfa á leikvellinum í dag.

„Við máttum bara fá eina æfingu á vellinum hérna og við tókum hana bara fyrir fyrsta leikinn," sagði Steini.

„Það var fínt að vera bara á hótelinu og þurfa ekki að ferðast á æfinguna, þó við tvö höfum þurft að ferðast á þennan fréttamannafund. Það er fínt að vera áfram í okkar umhverfi og þurfa ekkert að keyra langt til að fá klukkutíma æfingu hérna. Við tókum aðeins lengri æfingu á æfingasvæðinu okkar í dag, bættum við tíu mínútum. Það var fínt að vera á okkar svæði þar sem er stutt á æfingu. Bara þægilegt."

Leikurinn gegn Ítalíu er svo á morgun klukkan 16:00 á Akademíuleikvanginum í Manchester. Fótbolti.net mun fjalla vel um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner