Armando Broja, framherji Chelsea, verður ekki meira með á tímabilinu en hann varð fyrir krossbandameiðslum í æfingaleik gegn Aston Villa á sunnudaginn.
Þessi 21 árs albanski landsliðsmaður meiddist eftir samstuð við Ezri Konsa í Abú Dabí, hann hélt um hægra hnéð og veinaði af sársauka.
Þessi 21 árs albanski landsliðsmaður meiddist eftir samstuð við Ezri Konsa í Abú Dabí, hann hélt um hægra hnéð og veinaði af sársauka.
Villa vann umræddan leik en samkvæmt Evening Standard þarf Broja að gangast undir aðgerð.
Hann hefur spilað tólf úrvalsdeildarleiki fyrir Chelsea á þessu tímabili en tíu af þeim hafa verið sem varamaður. Hann var lánaður til Southampton á síðasta tímabili þar sem hann lék afskaplega vel.
Graham Potter, stjóri Chelsea, vill bæta við sóknarmanni í janúar og Rafael Leao, portúgalski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, er á óskalistanum.
Eftir meiðsli Broja er augljóst að Chelsea mun leggja aukna áherslu á að fá inn leikmann í sóknina. Victor Osimhen hjá Napoli og Joao Felix hjá Atletico Madrid hafa einnig verið orðaðir við bláliða.
Athugasemdir