
Seinni undanúrslitaleikur HM verður annað kvöld þegar heimsmeistarar Frakklands mæta spútnikliði Marokkó.
Byrjunarlið Frakklands er sjálfvalið, það eru engin vandræði í leikmannahópi Didier Deschamps. Theo Hernandez hefur staðið sig vel í vinstri bakverðinum eftir að bróðir hans Lucas Hernandez meiddist gegn Ástralíu í fyrsta leik.
Olivier Giroud, markahæsti leikmaður Frakklands í sögunni, getur orðið elsti leikmaður sögunnar sem nær að skora fimm mörk á einu heimsmeistaramóti.
Hjá Marokkó er sóknarmaðurinn Walid Cheddira í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul með stuttu millibili gegn Portúgal. Þessi 24 ára leikmaður hefði líklega ekki verið í byrjunarliðinu hvort sem er.
Það eru meiðsli í varnarlínunni sem eru mesta áhyggjuefni Marokkó. Nayef Aguerd, leikmaður West Ham, missti af sigrinum gegn Portúgal í 8-liða úrslitum vegna meiðsla en Marokkó þarf á honum að halda í kvöld eftir að Roman Saiss fyrirliði var borinn af velli vegna meiðsla aftan í læri í siðasta leik.
Aguerd og Saiss eru báðir tæpir fyrir leikinn en Saiss hefur sagt að hann muni gera allt sem hann getur til að spila. Bakvörðurinn Noussair Mazraoui sem er hjá Bayern München missti af síðasta leik en hann ku vera klár í slaginn á ný.
Hakim Ziyech verður væntanlega á sínum stað í byrjunarliðinu þó hann hafi þurft að fara af velli gegn Portúgal.
Líklegt byrjunarlið Frakklands:
Lloris; Kounde, Varane, Upamecano, T. Hernandez; Tchouameni, Rabiot; Dembele, Griezmann, Mbappe; Giroud
Líklegt byrjunarlið Marokkó:
Bono; Hakimi, El Yamiq, Aguerd, Mazraoui; Ounahi, Amrabat, Amallah; Ziyech, En-Nesyri, Boufal
Athugasemdir