Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir í franska liðinu glíma við veikindi og eru tæpir
Það er rúmur sólarhringur í viðureign Frakklands og Marokkó í undanúrslitum HM. Leikurinn hefst klukkan 19:00 annað kvöld.

Margir fjölmiðlar greina frá því í dag að tveir leikmenn í franska hópnum glími við veikindi og gæti það orðið til þess að landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps þurfi að breyta byrjunarliði sínu frá síðasta leik.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Dayot Upamecano og Adrien Rabiot. Þeir tóku ekki þátt í æfingu liðsins í dag vegna veikinda og eru mjög tæpir fyrir leikinn á morgun.

Aurelien Tchouameni tók ekki þátt í æfingunni í gær en tók þátt í dag. Upamecano var einnig fjarverandi í gær.

Ef Upamecano spilar ekki er líklegt að Deschamps leiti til Ibrahima Konate til að spila við hlið Raphael Varane í miðverðinum. Ef Rabiot verður ekki klár mun Deschamps líklega leita til Youssouf Fofana eða Eduardo Camavinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner