Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. nóvember 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Spáni
Ísland æfir ekki á keppnisvellinum fyrir leik - Engar áhyggjur af því
Icelandair
Davíð Snorri fylgist með æfingu á Spáni í gær.
Davíð Snorri fylgist með æfingu á Spáni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Svartfjallalandi í Þjóðadeild karla í Niksic á laugardagskvöldið þjálfarateymið tók ákvörðun um að æfa ekki á keppnisvellinum.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á hefðbundnum heimavelli í Podgorica en UEFA mat völlinn ekki leikhæfann því grasvöllurinn fór illa í hitanum í sumar.

Því var ákveðið að færa leikinn til Niksic sem er í rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Podgorica þar sem íslenska liðið verður á hóteli.

Vaninn er að liðið æfi á keppnisvellinum degi fyrir leik en að þessu sinni var afráðið að nýta sér ekki þann möguleika og sleppa þar með við mikinn akstur fram og til baka. Því verður æft á vellinum í Podgorica sem UEFA taldi ekki leikhæfan.

„Við gátum farið og æft það en ákváðum að æfa í borginni. Það er rúmlega klukkutíma rútuferð á leikstaðinn og hefði þurft að far fram og til baka daginn fyrir leik," sagði Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net á Spáni þar sem liðið undirbýr sig undir verkefnið.

„Við ákváðum að æfa í borginni og ég hef engar áhyggjur af því að fara ekki á völlinn fyrr en á leikdag," bætti hann við.
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner