Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mið 14. desember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta um White: Við vitum ástæðuna fyrir því
Varnarmaðurinn Ben White byrjaði hjá Arsenal er liðið tryggði sér sigur á Dubai Super Cup í gær.

White var á dögunum sendur heim úr enska landsliðshópnum sem var á HM - af persónulegum ástæðum.

Enskir fjölmiðlar sögðu White hafa verið óánægðan í herbúðum enska liðsins, ekki passað inn í hópinn og lent upp á kant við aðstoðarþjálfarann Steve Holland, en það hefur ekki fengist staðfest.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, svaraði spurningum um White eftir leik í gær og sagðist þar vera ánægður með leikmanninn.

„Við vitum ástæðuna fyrir því af hverju hann þurfti að fara úr enska hópnum en það er gott að fá hann til baka í góðu formi. Við höfum verið að sýna honum mikinn stuðning. Við erum gríðarlega ánægð að hafa hann hjá félaginu," segir Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner