Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. desember 2022 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Erfiður leikur fyrir Frakka - „Stóðum af okkur storminn"
Mynd: EPA

Hugo Lloris markvörður franska landsliðsins var ánægður með sigur sinna manna í kvöld gegn Marokkó og þar með tryggði liðinu sæti í úrslitaleik HM.


Frakkland komst snemma yfir í leiknum en Marokkó svaraði því ágætlega.

„Þetta var erfitt kvöld, byrjunin var fullkomin, planið var að skora snemma en svo klikkuðum við á því að skora annað markið og drepa leikinn. Þeir voru þá ennþá inn í leiknum og spiluðu vel í seinni hálfleik, við duttum alltof djúpt og fengum alltof mörg færi á okkur," sagði Lloris.

„Við stóðum storminn af okkur og skorum seinna markið. Við bjuggumst við mikilum baráttu leik og við verðum að hrósa marokkóska liðinu, þeir sýndu að þeir kunna ekki bara að verjast, þeir kunna að sækja og eru með marga hæfileikaríka leikmenn."

Marokkó mætir Króatíu í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn en Frakkland leikur í úrslitum gegn Argentínu á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner