
Emmanuel Macron forseti Frakklands var mættur og sá sína menn vinna sér sæti í úrslitaleik HM með 2-0 sigri á Marokkó í kvöld.
Sofyan Amrabat hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína með Marokkó á mótinu. Hann átti einnig flottann leik í kvöld.
Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano fór Macron inn í klefa Marokkó manna eftir leikinn og hrósaði þar sérstaklega Amrabat í hástert.
„Þú hefur verið besti miðjumaðurinn á mótinu," sagði Macron við Ambrabat fyrir framan alla liðsfélagana.
Athugasemdir