
Dayot Upamecano og Adrien Rabiot eru ekki í byrjunarliði Frakklands í kvöld vegna veikinda en Upamecano er þó í hópnum á meðan Rabiot var skilinn eftir á hótelinu.
Samkvæmt BeIN Sport kenna Frakkar enska liðinu um að hafa smitað leikmennina í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum.
L'Equipe er með þá kenningu að loftræstingunni sé um að kenna.
Ibrahima Konate miðvörður Liverpool og Youssoufa Fofana miðjumaður Mónakó koma inn í liðið í stað Upamecano og Rabiot.
Romain Saiss og Aguerd voru tæpir hjá Marokkó fyrir leikinn en eru báðir í byrjunarliðinu.
„Við erum með góða lækna og fáum góðar fréttir daglega. Enginn er útilokaður en enginn er pottþéttur. Við notum besta mögulega liðið," sagði Regragui þjálfari marokkóska liðsins.
Athugasemdir