banner
   mið 14. desember 2022 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frakkar kenna Englendingum um veikindin
Mynd: EPA

Dayot Upamecano og Adrien Rabiot eru ekki í byrjunarliði Frakklands í kvöld vegna veikinda en Upamecano er þó í hópnum á meðan Rabiot var skilinn eftir á hótelinu.


Samkvæmt BeIN Sport kenna Frakkar enska liðinu um að hafa smitað leikmennina í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum.

L'Equipe er með þá kenningu að loftræstingunni sé um að kenna.

Ibrahima Konate miðvörður Liverpool og Youssoufa Fofana miðjumaður Mónakó koma inn í liðið í stað Upamecano og Rabiot.

Romain Saiss og Aguerd voru tæpir hjá Marokkó fyrir leikinn en eru báðir í byrjunarliðinu.

„Við erum með góða lækna og fáum góðar fréttir daglega. Enginn er útilokaður en enginn er pottþéttur. Við notum besta mögulega liðið," sagði Regragui þjálfari marokkóska liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner