
Frakkar náðu forystunni gegn Marokkó í undanúrslitum á HM eftir aðeins sex mínútna leik en það var vinstri bakvörðurinn Theo Hernandez sem skoraði markið.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Eftir smá klafs inn á teignum barst boltinn til Theo sem skoraði með góðu skoti.
Þetta er í fyrsta sinn sem Marokkó lendir undir á mótinu og aðeins annað markið sem liðið fær á sig.
Theo byrjaði á bekknum í fyrsta leik Frakka á mótinu en hann kom inn í liðið fyrir bróður sinn Lucas Hernandez og hefur verið gríðarlega sterkur fyrir liðið.
MARK - Frakkland kemst yfir með marki frá Theo Hernandez á 6.mínútu pic.twitter.com/9w9tulxkLQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 14, 2022
Athugasemdir