Þótt Glódís Perla Viggósdóttir hafi ekki verið lengi hjá þýska stórveldinu Bayern München þá er hún orðin ein af leiðtogum liðsins.
Þýski fjölmiðillinn Bild birti í dag frétt þar sem fram kemur að Glódís sé ein af fjórum leikmönnum sem sé í sérstöku liðsráði.
Hinir leikmennirnir eru Lina Magull, Sarah Zadrazil og Sydney Lohmann. Magull og Lohmann eru báðar þýskar landsliðskonur og Zadrazil á yfir 100 A-landsleiki fyrir Austurríki.
Liðsráðið var að funda með æðsta fólki félagsins um æfingaferð til Mexíkó í janúar. Leikmenn eru ekki sáttir með það að þurfa að ferðast svo langa vegalengd fyrir eins stutta ferð og hún á að vera.
Liðið þarf að fara í þessa æfingaferð af markaðslegum ástæðum en Glódís og hennar stöllur í liðsráðinu ræddu við stjórnendur Bayern um áhyggjur leikmanna.
Þegar ég hélt að Glódís Perla gæti ekki orðið meiri leiðtogi en hún er. Þá er hún bara mætt í “Team council” hjá Bayern eins og ekkert sé, á sínu öðru tímabili hjá liðinu. Karakter og leiðtogi innan sem utan vallar. https://t.co/FnsJcHgCv5
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 14, 2022
Athugasemdir