Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mið 14. desember 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn PSG skorað langmest á HM - Barcelona og Man City þar á eftir
Þegar aðeins þrír leikir eru eftir af HM í Katar er áhugavert að rýna í hverjir hafa verið að skora mörkin og með hvaða félagsliðum þeir spila. Markahæsta félagslið mótsins, með miklum yfirburðum, er franska meistaraliðið Paris St-Germain.

Kylian Mbappe og Lionel Messi hafa verið funheitir á mótinu og Neymar skoraði tvö mörk áður en hann kvaddi Katar.

Leikmenn Barcelona hafa skorað átta mörk á mótinu, Robert Lewandowski og Ferran Torres skoruðu tvö mörk hvor.

Manchester City er einnig með átta mörk. Þar af er Argentínumaðurinn Julian Alvarez með fjögur mörk. Grealish, Foden, Gundogen og Akanji skoruðu einnig á mótinu.

Harry Kane og Richarlison skoruðu þrjú mörk hvor og Perisic eitt svo Tottenham stendur í sjö mörkum.

Manchester United er með sex mörk, þrjú frá Marcus Rashford, tvö frá Bruno Fernandes og eitt frá Casemiro.

Mörk á HM eftir félagsliðum
Paris St. Germain (15 mörk)
FC Barcelona (8 mörk)
Manchester City (8 mörk)
Tottenham (7 mörk)
AC Milan (7 mörk)
Manchester United (6 mörk)
Chelsea (6 mörk)
Athugasemdir
banner
banner
banner