Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mið 14. desember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill fá miðjumann sem líkt er við Pogba
Manchester United hefur áhuga á því að krækja í miðjumanninn Cher Ndour frá Benfica í Portúgal.

Þetta kemur fram hjá Mirror en þessum efnilega leikmanni hefur verið líkt við Paul Pogba, fyrrum miðjumann Man Utd.

Hinn 18 ára gamli Ndour er fæddur í Brescia og spilar með unglingalandsliði Ítalíu. Hann fór til Benfica fyrir um tveimur árum síðan og hefur verið að spila með B-liðinu þar.

Hann verður samningslaus næsta sumar og baráttan um hann, hún er hörð. Juventus á Ítalíu hefur líka sýnt leikmanninum mikinn áhuga.

Ndour er þó með sama umboðsmann og Bruno Fernandes, leikmaður Man Utd, og það gæti hjálpað Rauðu djöflunum að landa honum.


Athugasemdir
banner
banner