Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. desember 2022 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikaela Nótt: Mjög erfitt að fara frá Haukum en ákvað að taka skrefið fyrir mig
Það sem sannfærði mig var hvað Breiðablik hefur haft áhuga á mér sem leikmanni lengi og pælingarnar sem þau höfðu gagnvart mér.
Það sem sannfærði mig var hvað Breiðablik hefur haft áhuga á mér sem leikmanni lengi og pælingarnar sem þau höfðu gagnvart mér.
Mynd: Breiðablik
Varð tvöfaldur meistari hjá Val. 'Ég lærði margt af stelpunum og þjálfurunum í Val'
Varð tvöfaldur meistari hjá Val. 'Ég lærði margt af stelpunum og þjálfurunum í Val'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég lærði mikið af Mist og Örnu, reyndi að tileinka mér atriði sem þær gera vel
Ég lærði mikið af Mist og Örnu, reyndi að tileinka mér atriði sem þær gera vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur (Pétursson) sagði það strax á fundi að það yrði samkeppni, sem ég vildi.
Pétur (Pétursson) sagði það strax á fundi að það yrði samkeppni, sem ég vildi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég sakna þess að spila í Haukum og það var mjög erfitt að fara, ég hugsaði mikið um ákvörðunina mína, en ég ákvað að taka skrefið fyrir mig.
Ég sakna þess að spila í Haukum og það var mjög erfitt að fara, ég hugsaði mikið um ákvörðunina mína, en ég ákvað að taka skrefið fyrir mig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hugsunin var að taka næsta skref, mér fannst ég vera tilbúin að fara á hærra level. Mig var búið að langa að taka næsta skref lengi," sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir við Fótbolta.net aðspurð hvers vegna hún hefði ákveðið að fara í Val í upphafi tímabils. Arna Eiríksdóttir var lánuð til Þór/KA og Mikaela kom inn í hópinn.

Mikaela er átján ára varnarmaður sem uppalin er hjá Haukum. Á dögunum samdi hún svo við Breiðablik. Nánar verður rætt við hana um ákvörðunina að semja við Breiðablik seinna í viðtalinu. Fyrst að tímabilinu með Val, hvernig horfir hún til baka á sumarið?

Lærði mikið en svekkt að spila ekki meira
„Ég lærði margt af stelpunum og þjálfurunum í Val. Mér fannst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er þakklát fyrir tímann minn hjá félaginu og að hafa kynnst öllum stelpunum."

Hún kom einungis við sögu í fjórum deildarleikjum og einum bikarleik í sumar þar sem Valur varð tvöfaldur meistari.

„Ég vissi að hlutverkið mitt yrði takmarkað þegar ég ákvað að fara í Val á láni. Pétur (Pétursson) sagði það strax á fundi að það yrði samkeppni, sem ég vildi. En jú, ég var svekkt að fá ekki meiri spiltíma, þar sem mér fannst vera aðstæður til en auðvitað tekur þjálfari ákvörðun og stendur við hana."

Mjög stressuð fyrir fyrstu æfinguna
Lærði hún mikið af eldri og reynslumiklum leikmönnum?

„Mér fannst mjög stressandi að mæta á fyrstu æfinguna umkringd landsliðskonum en svo var það bara gaman. Mér fannst ég læra mikið af þeim, fylgdist alltaf með því hvernig þær gera hlutina og ég fór sjálfkrafa að gera þá sjálf. Mér fannst ég verða betri í að stjórna leikmönnum í kringum mig og láta heyra í mér. Ég lærði mikið af Mist og Örnu, reyndi að tileinka mér atriði sem þær gera vel."

Ákvað að taka skrefið fyrir sig
Þá að Breiðabliki, hvernig kom það til?

„Ég ákvað að fara í Breiðablik af því mig langar að prófa annað og breyta til, það var erfitt að velja en innst inni vissi ég alltaf að ég ætlaði að velja Breiðablik. Ég sakna þess að spila í Haukum og það var mjög erfitt að fara, ég hugsaði mikið um ákvörðunina mína, en ég ákvað að taka skrefið fyrir mig."

„Það voru Valur og Breiðablik sem ég var að skoða fyrst og fremst og þau buðu mér bæði samning."


Haft áhuga lengi
Hvað heillar mest við Breiðablik?

„Hópurinn og teymið heillar mig mest. Það sem sannfærði mig var hvað Breiðablik hefur haft áhuga á mér sem leikmanni lengi og pælingarnar sem þau höfðu gagnvart mér. Ég ræddi mikið við vinkonur mínar úr fótboltanum og fjölskyldu um Breiðablik og það voru flest allir á sömu skoðun að þetta sé gott næsta skref."

„Það sem ég vil afreka hjá Breiðablik er að komast í byrjunarliðið og verða betri í leiknum. Markmiðið er alltaf að spila og vinna titla."


Erfið staða og leiðinlegt að sjá liðið sitt falla
Haukar féllu úr Lengjudeildinni í sumar og verða því í 2. deild á næsta tímabili. Hvernig metur Mikaela stöðuna hjá Haukum?

„Staðan hjá Haukum núna er mjög erfið og mér finnst leiðinlegt að horfa upp á liðið mitt falla niður um deild. En ég hef fulla trú á að liðið komist upp næsta sumar. Mér finnst frábært að sjá stelpur úr byrjunarliðinu í sumar semja aftur, það styrkir liðið gríðarlega og heldur kjarnanum saman. Þá er auðveldara að byggja ofan á það næstu skref og stefnur liðsins."

Lilleström vildi fá Mikaelu en það gekk ekki upp
Síðasta vetur æfði hún í Noregi með Lilleström. Hvernig kom það til og hvernig gekk?

„Mér gekk vel á æfingunum og fékk að spila í æfingaleik með þeim sem var mikil reynsla, líka gaman að sjá hvar maður stendur miðað við þær. Igor (Kostic) var með tengsl þar sem hann þjálfaði í Noregi áður en hann kom til Hauka."

„Hann kom Helgu (Helgadóttur) í samband við LSK og Stabæk þar sem Haukar vildu koma á tengslum við félög erlendis til að gefa leikmönnum Hauka tækifæri til að reyna sig á stærra sviði. Í kjölfar þess sendi Helga klippur á þau og þeir buðu mér svo á reynslu í framhaldinu. Við fórum á fund með þeim þar sem þau vildu fá mig en það gekk síðan ekki upp."


Viljum vinna riðilinn og komast áfram
Mikaela er hluti af U19 landsliðinu, hefur spilað sautján unglingalandsleiki og þar af eru tíu fyrir U17. Horfir hún í landsliðsverkefnið 3.- 11. apríl þegar U19 fer í 2. umferð undankeppninnar fyrir EM?

„Já ég horfi mikið í verkefnið. Eftir að Margrét tók við höfum við verið að vinna í því að styrkja liðsheildina og þróa leikinn okkar og það hefur tekist mjög vel. Þetta er það sem við viljum gera, vinna riðilinn og komast áfram. Markmiðið er alltaf að fara í úrslitakeppnina."

Hvað er skemmtilegast við að spila með landsliðunum?

„Það sem mér finnst skemmtilegast við að spila með landsliðunum er að spila með stelpunum það er öðruvísi en að spila í félagsliði, líka gaman að mæta stórum þjóðum," sagði Mikaela að lokum.
Athugasemdir
banner
banner